Handbolti

Patrekur hættir sem þjálfari Stjörnunnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Patrekur Jóhannesson mun færa sig í nýtt hlutverk innan félagsins.
Patrekur Jóhannesson mun færa sig í nýtt hlutverk innan félagsins. Vísir/Hulda Margrét

Patrekur Jóhannesson hefur látið af störfum sem aðalþjálfari Stjörnunnar í handbolta. Hrannar Guðmundsson mun taka við af honum og Patrekur færir sig í nýtt hlutverk innan félagsins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tekið þá ákvörðun að Patrekur Jóhannesson muni hætta sem þjálfari karlaliðsins í handbolta og snúa að nýju hlutverki í að leiða uppbyggingu og afreksþjálfun yngri flokka félagsins.

Patrek þarf vart að kynna fyrir unnendum handbolta en hann á langan feril að baki sem bæði leikmaður og þjálfari. 

Hrannar Guðmundsson mun taka við starfi hans sem þjálfari karlaliðsins, en hann stýrði kvennaliði Stjörnunnar frá janúar 2022 til lok síðasta tímabils. Áður hafði hann starfað við þjálfun hjá ÍR og verið aðstoðarþjálfari hjá kvennaliði Aftureldingar.

Yfirlýsingu Stjörnunnar í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×