Handbolti

ÍBV skoraði sex síðustu mörkin í Portúgal í endur­komu­sigri

Siggeir Ævarsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki
Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki Vísir/Hulda Margrét

ÍBV vann frækinn sigur í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta í kvöld en liðið leikur gegn portúgalska liðinu Colé­gio de Gaia. Liðin mætast aftur á morgun en báðir leikirnir verða spilaðir í Portúgal.

Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í upphafi leiks en heimakonur leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. ÍBV girtu heldur betur í brók í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn í stöðunni 18-18 en lentu undir á ný 23-21 þegar dró nærri leikslokum.

Þá kom ótrúlegur kafli hjá ÍBV sem skoraði sex síðustu mörkin í leiknum og hafði að lokum fjögurra marka sigur, 27-23.

Birna Berg Har­alds­dótt­ir var markahæst Eyjakvenna með átta mörk, Karol­ina Olszowa kom næst með sex og Ásdís Guðmunds­dótt­ir skoraði fimm. Þá varði Marta Wawrzynkowska 13 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×