Innlent

Gátu ekki hjálpað há­hyrningnum í kvöld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá aðgerðum í Gilsfirði í dag.
Frá aðgerðum í Gilsfirði í dag.

Ekki reyndist unnt að koma háhyrningi sem lokast hefur innan brúar í Gilsfirði út fyrir brúna. Stefnt hafði verið að því að losa háhyrninginn í kvöld, á háflóði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þar segir að búið hafi verið að koma segli undir dýrið og festa við belgi, sem lyftu dýrinu upp í sjónum.

„Teyma þurfti hvalinn talsvert langa leið að brúnni, og sæta færis á háflóði til að koma honum undir brúna. Búnaðurinn virkaði vel, hvalurinn flaut hátt í sjó, og ágætlega gekk að færa hann til í sjónum,“ segir í tilkynningunni. 

Hins vegar hafi komið upp vélarbilun í sjóþotu og léttum gúmíbát sem nota átti til að draga hvalinn undir brúna. 

Þegar ljóst hafi orðið að sá gluggu sem í boði var á háflóði myndi ekki nýtast, hafi verið ákveðið að hætta aðgerðum í kvöld, með velferð dýrsins í huga. Staðan verði metin að nýju á morgun, þegar birtir. 


Tengdar fréttir

Stefna á að hjálpa öðrum há­hyrningi úr Gils­firði á morgun

Háhyrningur hefur setið fastur í Gilsfirði í nokkra daga, en stefnt er að því að flytja hann úr firðinum og sleppa honum lausum á morgun. Ekki er um að ræða sama háhyrning og festist í firðinum um liðna helgi, þótt líklegt sé að dýrin tilheyri sama hópi.

„Tók strauið og rauk út fjörðinn um leið og hann komst i dýpri sjó“

Fjölmennu liði viðbragðsaðila tókst um miðnætti að bjarga háhyrningi sem hafði legið strandaður í fjöru við Gilsfjörð frá því á fimmtudag. Í fyrstu var talið að háhyrningurinn væri dauður en þegar hann komst á flot rauk hann út fjörðinn og kallaði á hópinn sinn. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×