Fótbolti

Formleg rannsókn á meintum mútum Barcelona hafin á Spáni

Aron Guðmundsson skrifar
Rannsókn málsins teygir sig yfir sautján ára tímabil.
Rannsókn málsins teygir sig yfir sautján ára tímabil. Vísir/Getty

Form­leg rann­sókn, á meintum mútum spænska knatt­spyrnu­fé­lagsins Barcelona til spænsku fót­bolta­dómara­nefndarinnar á Spáni, er hafin en rann­sóknin spannar um tveggja ára­tuga tíma­bil.

Þetta stað­festa dóms­skjöl sem frétta­stofa Reu­ters hefur undir höndunum en Barcelona er sagt hafa greitt valda­miklum dómara and­virði 1.000 milljóna ís­lenskra króna til að tryggja sér hag­stæða dóm­gæsla.

Í frétt Reu­ters segir að lög­reglan á Spáni hafi farið í viða­mikla hús­leit í höfuð­stöðvum spænsku dómara­sam­takanna RFEF í höfuð­borginni Madríd í morgun í tengslum við rann­sókn málsins á mögu­legri kerfis­bundinni spillingu innan sam­takanna.

Rann­sókn málsins hefur nú verið víkkuð út og hefur Barcelona stöðu grunaðs aðila (e.suspect) í rann­sókninni.

Það var í mars fyrr á þessu ári sem Barcelona, eitt sigur­sælasta knatt­spyrnu­fé­lag Spánar, var sakað um að hafa greitt vara­for­manni dómara­nefnd spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins 7,3 milljónir evra, and­virði meira en eins milljarðs ís­lenskra króna á 17 ára tíma­bili, á milli 2001 og 2018.

Um­ræddi maðurinn heitir José María Enriqu­ez Ne­greira. Stjórn­endur Barcelona full­yrða að þetta séu ráð­gjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skrif­legt um meinta ráð­gjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×