Erlent

Mæðgur myrtar í Noregi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kristiansand er fimmta stærsta borg Noregs og búa þar um 90 þúsund manns.
Kristiansand er fimmta stærsta borg Noregs og búa þar um 90 þúsund manns. Getty

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 

Nágranni mæðgnanna lýsir því í samtali við VG að hann hafi heyrt mikið öskur en atvikið átti sér stað rétt eftir hádegi í dag. 

Búið er að láta aðstandendur mæðgnanna vita en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins enn sem komið er. Lögreglan er enn að störfum á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×