Sport

Vill verða klámstjarna er ferlinum lýkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyreek Hill er sá fyrsti í sögu deildarinnar sem stefnir í klámbransann eftir ferilinn.
Tyreek Hill er sá fyrsti í sögu deildarinnar sem stefnir í klámbransann eftir ferilinn. vísir/getty

Einn besti útherji NFL-deildarinnar, Tyreek Hill, ætlar að fara sínar eigin leiðir er ferlinum í deildinni lýkur.

Hill spilar með Miami Dolphins og hefur síðustu ár verið einn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur byrjað þessa leiktíð af miklum krafti og á nóg eftir.

Hann kom til félagsins frá Kansas City Chiefs þar sem hann var aðalvopn Patrick Mahomes. Hann hefur svo tengt vel við Tua Tagovailoa, leikstjórnanda Dolphins.

Hill fékk fjögurra ára samning við Dolphins sem færir honum 120 milljónir dollara. Hann fær 30 milljónir dollara á ári, eða rúma fjóra milljarða íslenskra króna, og á því fyrir salti í grautinn.

Hann var í spjalli við Mike Evans hjá Tampa Bay sem sagði að hann ætti bjarta framtíð fyrir sér sem sérfræðingur í sjónvarpi er ferlinum lyki. Þá kom svar sem Evans átti ekki von á.

„Þegar ég hætti þá langar mig virkilega að vera klámstjarna. Ég er að meina það. Heldurðu að ég geti það ekki?“ spurði Hill og kom félaga sínum heldur betur á óvart.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×