Innlent

Skjálfti 3,2 að stærð við Geita­fell

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsti skjálftinn í kvöld varð á um sex kílómetra dýpi og um sex kílómetra vestur af Raufarhólshelli.
Stærsti skjálftinn í kvöld varð á um sex kílómetra dýpi og um sex kílómetra vestur af Raufarhólshelli. Veðurstofan

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir að lítil skjálftahrina hafi hafist á þessum slóðum í nótt.

„Það eru alltaf skjálftar þarna af og til. En síðustu vikuna hafa þeir verið sextíu og þar af fjörutíu í dag. Sá stærsti var 3,2 að stærð klukkan 20:49 og svo kom annar, 2,9 að stærð um tveimur mínútum síðar,“ segir Böðvar.

Stærsti skjálftinn sem varð í kvöld varð á um sex kílómetra dýpi og um sex kílómetra vestur af Raufarhólshelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×