Fótbolti

At­letico hafði betur í Madridarslagnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jude Bellingham komst ekki á blað í kvöld en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega fyrir Real Madrid.
Jude Bellingham komst ekki á blað í kvöld en hann hefur byrjað tímabilið frábærlega fyrir Real Madrid. Vísir/Getty

Real Madrid mistókst að koma sér í efsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið tapaði í kvöld gegn nágrönnum sínum í Atletico.

Fyrir leikinn í dag hafði Real Madrid unnið alla leiki sína í La Liga og var í efsta sæti áður en umferðin hófst. Atletico var um miðja deild og þurfti á sigri að halda ætlaði liðið ekki að heltast úr lestinni í toppbaráttunni.

Og lærisveinar Diego Simeone byrjuðu heldur betur af krafti. Alvaro Morata og Antoine Griezmann komu liðinu í 2-0 á fyrstu átján mínútunum en Toni Kroos minnkaði muninn fyrir Real þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik.

Morata bætti sínu öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks og þrátt fyrir þrefalda skiptingu Real í kjölfarið tókst þeim ekki að minnka muninn.

Lokatölur á Metrapolitano-leikvanginum 3-1 og Atletico lyftir sér þar með upp í 5. sæti deildarinnar og er tveimur stigum á eftir Real og þremur stigum á eftir Barcelona og Girona sem eru þar fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×