Sport

Trevon Diggs frá út tímabilið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
skysports-trevon-diggs-dallas-cowboys_5562395
Skjáskot

Trevon Diggs, stjörnuleikmaður Dallas Cowboys í NFL deildinni, verður frá út tímabilið vegna meiðsla. Leikmaðurinn leiddi deildina í fjölda inngripa árið 2021 og skrifaði nýlega undir 97 milljón dollara samning við Cowboys. 

Leikmaðurinn sást yfirgefa æfingu liðsins á hækjum í gær, Dallas Cowboys hafa nú staðfest að um krossbandsslit sé að ræða og Trevon Diggs mun ekki spila meira á þessu tímabili. 

Dallas byrjaði timabilið vel og vann 40-0 gegn risunum frá New York. Þeir sigraðu hitt lið borgarinnnar, New York Jets, 30-10 í annarri umferðinni. Trevon Diggs náði þar sínu fyrsta inngripi (e. interception) og hlutirnir voru farnir að líta vel út fyrir kúrekana. 

Diggs er annar byrjunarliðsmaður Dallas sem meiðist á þessu tímabili en Tyler Smith meiddist á nára rétt fyrir opnunarleikinn. 

Leikmaðurinn þakkar hlýjar kveðjur stuðningsmanna sinna og lofar sterkri endurkomu. Dallas Cowboys mæta Arizona Cardinals í þriðju umferð NFL deildarinnar á sunnudag. 

NFL

Tengdar fréttir

Kú­rekarnir skoruðu fjöru­tíu og sá launahæsti kældur

Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar.

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×