Enski boltinn

Sheffi­eld United í sárum eftir að leik­maður þeirra lést

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maddy Cusack var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést.
Maddy Cusack var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést. Mark Fletcher/MI News/NurPhoto via Getty Images

Maddy Cusack, leikmaður Sheffield United í ensku B-deildinni, lést síðastliðinn miðvikudag, aðeins 27 ára að aldri.

Cusack hafði verið hjá Sheffield United frá árinu 2019 og varð á síðasta tímabili fyrsti leikmaðurinn til að leika hundrað leiki fyrir kvennalið félagsins frá upphafi. Þá sinnti hún einnig markaðsstörfum fyrir félagið.

Félagið greindi frá andláti Cusack á heimasíðu sinni í gær, en ekki kemur fram hver dánarorsök hennar var.

„Sheffield United er í molum vegna frétta um andlát Maddy Cusack,“ segir á heimasíðu félagsins.

„Þetta eru hræðilega fréttir fyrir alla á Bramall Lane. Maddy hafði þá sérstöðu að vera hluti af fjölda teyma innan Sheffield United og var vinsæl meðal allra sem hún hitti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×