Erlent

Tveir látnir í skólarútuslysi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Fjörutíu nemendur voru um borð í rútunni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Fjörutíu nemendur voru um borð í rútunni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. EPA

Minnst tveir eru látnir eftir bílslys í New York-ríki Bandaríkjanna. Skólarúta með fjörutíu nemendum innanborðs féll niður í gil að sögn Bandarískra miðla, með í för voru einnig fjórir fullorðnir.

CNN greinir frá því að tveir fullorðnir séu látnir og enn fleiri slasaðir.

Um var að ræða rútu fyrir nemendur í tónlistarskóla, en hún var ein af sex rútum á leiðinni frá New York-ríki til Pennsylvaníu.

Talið er að slysið hafi átt sér stað þegar dekk á rútunni hafi sprungið.

Fréttamyndir af vettvangi sem hafa birst í Bandarískum miðlum sýna þar sem rútan liggur á hlið utan vegar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×