Fótbolti

Sjáðu marka­­súpuna í München, yfir­­burði Arsenal og öll hin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jude Bellingham, hetja Real Madríd.
Jude Bellingham, hetja Real Madríd. Alvaro Medranda/Getty Images

Átta leikir fóru fram í 1. umferð riðlakeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu í gær, miðvikudag. Hér að neðan má sjá öll mörk dagsins, þar á meðal markasúpuna í München þar sem Manchester United var í heimsókn og mörkin fjögur sem Arsenal skoraði í Lundúnum.

Bayern München vann Manchester United 4-3 í heldur undarlegum leik á Allianz-vellinum í München. Leroy Sané, Serge Gnabry, Harry Kane og Mathys Tel með mörk heimamanna á meðan Rasmus Höjlund og Casemiro skoruðu fyrir gestina. Sá síðarnefndi skoraði tvennu.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Bayern 4-3 Man Utd

Galatasaray og FC Kaupmannahöfn gerðu 2-2 jafntefli í Tyrklandi eftir að gestirnir komust 2-0 yfir. Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum hjá FCK í stöðunni 0-2 en þar sem Elias Jelert fékk rautt spjald var hann tekinn af velli skömmu síðar.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Galatasaray 2-2 FC Kaupmannahöfn

Arsenal fór illa með PSV á Emirates-vellinum í Lundúnum, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil. Bukayo Saka, Leandro Trossard, Gabriel Jesus og Martin Ödegaard með mörkin.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Arsenal 4-0 PSV

Jude Bellingham var enn og aftur hetja Real Madríd en hann skoraði sigurmarkið gegn Union Berlín í uppbótartíma. Ótrúleg byrjun enska miðjumannsins á Spáni heldur því áfram en hann er búinn að skora sex mörk í sex leikjum.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Real Madríd 1-0 Union Berlín

Sevilla og Lens gerðu 1-1 jafntefli.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Sevilla 1-1 Lens

Napoli vann 2-1 útisigur á Braga.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Braga 1-2 Napoli

Salzburg vann 2-0 útisigur á Benfica.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Benfica 0-2 Salzburg

Real Sociedad og Inter gerðu 1-1 jafntefli.

Klippa: Meistaradeild Evrópu: Real Sociedad 1-1 Inter

Tengdar fréttir

Belling­ham hetjan í upp­bótar­tíma

Jude Bellingham tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Union Berling í Meistaradeildinni í dag. Sigurmark Bellingham kom í uppbótartíma leiksins.

Kane skoraði í marka­veislu gegn United

Bayern Munchen vann 4-3 sigur á Manchester United í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Harry Kane komst á blað í sínum fyrsta leik í Meistaradeildinni fyrir Manchester United.

Illa farið með Orra Stein í jafn­tefli FCK

Dönsku meistararnir í FCK misstu niður tveggja marka forskot á lokamínútunum þegar liðið mætti Galatasaray í Meistaradeildinni í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom við sögu hjá FCK í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×