Fótbolti

Belling­ham hetjan í upp­bótar­tíma

Smári Jökull Jónsson skrifar
Bellingham fagnar marki sínu í kvöld.
Bellingham fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Jude Bellingham tryggði Real Madrid 1-0 sigur á Union Berling í Meistaradeildinni í dag. Sigurmark Bellingham kom í uppbótartíma leiksins.

Real Madrid og Union Berlin eru í C-riðli Meistaradeildarinnar ásamt Braga og Napoli. Berlínarliðið er í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Real Madrid er sigursælasta lið keppninnar.

Real Madrid var betra liðið í leiknum í dag. Liðið sótti mun meira og Mato Joselu og Rodrygo áttu báðir skot í markrammann í upphafi síðari hálfleiks.

Það var þó ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma sem eina mark leiksins kom. Að sjálfsögðu var það Englendingurinn Jude Bellingham sem var þar að verki en hann hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabils með Real Madrid.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Union Berlin sem fer því stigalaust heim til Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×