Fótbolti

Markvörðurinn skoraði og bjargaði stigi fyrir Lazio

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ivan Provedel reyndist hetja kvöldsins.
Ivan Provedel reyndist hetja kvöldsins. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images

Alls fóru átta leikir fram í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld, en dramatíkin var þó hvergi meiri en í leik Lazio og Atlético Madrid.

Það voru gestirnir frá Madrídarborg sem tóku forystuna á 29. mínútu í heldur bragðdaufum leik með marki frá Pablo Barrios.

Staðan var því 0-1 í hálfleik og lengst af leit út fyrir að mark Barrios yrði eina mark leiksins. Heimamenn fengu þó hornspyrnu seint í uppbótartíma og hrúguðu öllum sínum leikmönnum inn í teig Madrídinga. Boltinn barst aftur út úr teig eftir hornspyrnuna, en Luis Alberto gaf boltann fyrir á nýjan leik þegar uppbótartíminn var rúmlega liðinn.

Markvörðurinn Ivan Provedel átti þá frábært hlaup inni í teig og stangaði boltann í netið með seinustu snertingu leiksins. Niðurstaðan því vægast sagt dramatískt 1-1 jafntefli og liðin skipta stigunum á milli sín.

Klippa: Markvörður Lazio skorar

Úrslit kvöldsins

E-riðill

Feyenoord 2-0 Celtic

Lazio 1-1 Atlético Madrid

F-riðill

AC Milan 0-0 Newcastle

PSG 2-0 Dortmund

G-riðill

Young Boys 1-3 RB Leipzig

Manchester City 3-1 Rauða stjarnan

H-riðill

Barcelona 5-0 Antwerp

Shakhtar Donetsk 1-3 Porto




Fleiri fréttir

Sjá meira


×