Enski boltinn

Bjarna Fel bregður fyrir í færslu Liver­pool

Aron Guðmundsson skrifar
Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil.
Bjarni Fel var andlit enska boltans á Íslandi um langt árabil. vísir/hag

Í færslu sem birtist á sam­fé­lags­miðla­reikningi enska úr­vals­deildar­fé­lagsins Liver­pool, á dánar­degi í­þrótta­frétta­mannsins og knatt­spyrnu­kapans fyrr­verandi Bjarna Felixs­sonar, má sjá Bjarna bregða fyrir.

Bjarni var 86 ára gamall og staddur í jarðar­för hjá vini sínum Finn Meier í Dan­mörku þegar hann lést í gær, þann 14. septem­ber. Bjarni var KR-ingur númer eitt, spilaði með fé­laginu um ára­bil og sömu­leiðis fyrir ís­lenska lands­liðið og spilaði sögu­legan leik, bæði fyrir KR og Liver­pool árið 1964.

Sá leikur var viður­eign Liver­pool og KR þann 14. septem­ber 1964 en um var að ræða fyrsta Evrópu­leik Liver­pool á heima­velli sínum Anfi­eld.

Í til­efni þess birti Liver­pool færslu á Face­book í gær um þennan til­tekna leik sem fór fram fyrir 59 árum og birti mynd úr leiknum.

Þar má sjá Bjarna Felix­son í KR treyjunni á Anfi­eld, lengst til vinstri á myndinni, en leiknum lauk með 6-1 sigri liðsins frá Bítla­borginni og ein­víginu í heild sinni lauk með saman­lögðum 11-1 sigri Liver­pool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×