Sport

Rýfur þögnina eftir á­fallið mikla: „Er gjör­sam­lega niður­brotinn“

Aron Guðmundsson skrifar
Aaron Rodgers hefur að mörgu að huga þessa dagana
Aaron Rodgers hefur að mörgu að huga þessa dagana Vísir/Getty

Aaron Rod­gers, leik­stjórnandi New York Jets, sem verður frá út tíma­bilið eftir að hafa slitið hásin í fyrstu um­ferð NFL deildarinnar á , þakkar fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum fyrir sig. Hann segist munu rísa enn á ný.

Rod­gers, þessi reynslu­mikli leik­stjórnandi í NFL-deildinni og al­gjör lykil­maður fyrir lið New York Jets, var að spila sinn fyrsta leik í NFL-deildinni fyrir Jets þegar að hann féll til jarðar eftir að hafa slitið hásin.

Hann verður frá út yfir­standandi tíma­bil og er það mikið högg fyrir þennan 39 ára gamla leik­stjórnanda og ekki síður fyrir Jets.

„Þakkir til allra þeirra sem hafa sett sig í sam­band við mig, það gerir mikið fyrir mig,“ skrifar Rod­gers í færslu á Insta­gram og er það í fyrsta skipti sem hann tjáir sig eftir að hafa hlotið meiðslin. „Ég er gjör­sam­lega niður­brotinn og er að vinna mig í gegnum allar þær til­finningar sem fylgja þessu. En ég er djúpt snortinn yfir stuðningnum og ástinni sem ég finn fyrir. Haldið mér í ykkar hugsunum og bænum nú þegar að ég byrja endur­hæfingu í dag. Nóttin er alltaf dimmust rétt fyrir dögun og ég mun rísa á ný.“

Rod­gers hefur í fjór­gang verið valinn verð­mætasti leik­maður NFL deildarinnar og þá hefur hann orðið Super Bowl meistari einu sinni. For­vitni­legt verður að sjá hvernig endur­hæfing hans mun ganga og hvort hann muni ná sér það góðum að hann geti snúið aftur inn á völlinn í NFL deildinni.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×