Sport

Vilja banna gervigras í NFL-deildinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gillette Stadium, heimavöllur New England Patriots er gervigras.
Gillette Stadium, heimavöllur New England Patriots er gervigras.

Leikmannasamtök NFL-deildarinnar hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að banna skuli alla gervigrasvelli og spilað verði á venjulegum grasvöllum í deildinni. Yfirlýsingin kemur í kjölfar meiðsla sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers varð fyrir um helgina. 

Lloyd Howell, formaður NFLPA, gaf frá sér yfirlýsinguna á Twitter. Þar segir hann það eiga að vera auðvelda ákvörðun fyrir deildina að færa sig alfarið yfir á venjulegt gras, leikmenn kjósi það frekar og það stuðli betur að öryggi þeirra. 

Hann segist ekki líta framhjá þeim kostnaði sem þessu myndi fylgja en telur það þess virði að tryggja betur öryggi leikmanna og koma í veg fyrir meiðsli. Leikstjórnandi New York Jets, Aaron Rodgers, sleit hásin um helgina í leik sem fór fram á gervigrasi. 

Leikmannasamtökin gáfu út tölfræðigögn eftir síðasta tímabil þar sem ljóst var að meiðsli án snertingar væru algengari á gervigrasi en grasi. Meiðsli Aaron Rodgers voru ekki þess eðlis, hann sneri fótinn eftir tæklingu og Robert Saleh, þjálfari liðsins, kennir gervigrasinu ekki um meiðslin. 

NFL

Tengdar fréttir

Kú­rekarnir skoruðu fjöru­tíu og sá launahæsti kældur

Dallas Cowboys vann ótrúlegan 40-0 sigur á New York Giants í fyrstu viku NFL-deildarinnar. Joe Burrow var langt frá sínu besta en hann skrifaði á dögunum undir risasamning við Cincinnati Bengals sem gerir hann að launahæsta leikmanni deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×