Sport

Tíma­bilinu lokið hjá Rod­gers: Sleit hásin gegn Bills

Aron Guðmundsson skrifar
Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum.
Rodgers í leiknum gegn Bills í gær áður en allt endaði með ósköpum. Vísir/Getty

Aaron Rod­gers, leik­stjórnandi NFL liðsins New York Jets, sleit hásin í fyrsta leik liðsins á yfir­standandi tíma­bili gegn Buffa­lo Bills í nótt og verður frá út tíma­bilið. Þetta herma heimildir ESPN.

Tíma­bil New York Jets í NFL-deildinni hófst með sigri á Buffa­lo Bills en liðið varð þó fyrir miklu á­falli þegar styðja þurfti hinn 39 ára gamla Rod­gers af velli. Rod­gers gekk í raðir Jets í sumar og var að spila sinn fyrsta NFL-leik fyrir liðið.

ESPN hefur eftir heimildarmönnum sínum að í kjölfar frekari rannsókna, sem gerðar voru á Rodgers fyrr í dag, sé ljóst að leikmaðurinn hafi slitið hásin og er talið að þátttöku hans á þessu tímabili lokið. Þá séu nú uppi spurningar hvort þessi reynslumikli leikmaður muni stíga fæti aftur inn á völlinn. 

Með þessu er stórt skarð höggvið í lið Jets en Rodgers hefur í fjórgang verið valinn verðmætasti leikmaður NFL deildarinnar. Zach Wilson mun þurfa að stíga upp í hans fjarveru. 

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×