Erlent

Sænsk kona grunuð um að hafa myrt barnið sitt og slasað annað

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla handtók konuna á laugardag.
Lögregla handtók konuna á laugardag. EPA-EFE/Adam Ihse

Lögreglan í Vallentuna í Svíþjóð handtók á laugardag konu sem grunuð er um að hafa myrt barnið sitt og slasað annað alvarlega. Bæði börnin eru yngri en fimmtán ára.

SVT greinir frá því að lögregla og sjúkralið hafi farið í útkall á heimili í Vallentuna á föstudagsmorgun og uppgötvað voðaverkið. Þar var annað systkinanna látið.

Rannsókn upphófst í kjölfarið og grunaði lögreglu að móðir barnanna hefði átt í hlut. Hún var handtekin á laugardag og situr nú í gæsluvarðhaldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×