Innlent

Sér­sveitin með við­búnað í Grundar­firði

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nokkur viðbúnaður er á vettvangi.
Nokkur viðbúnaður er á vettvangi. Vísir

Nokkur viðbúnaður lögreglu var við íbúðarhús í Grundarfirði fyrr í kvöld vegna tilkynningu um mann með skotvopn. Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á vettvangi. Vopnið reyndist eftirlíking.

Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveit ríkislögreglustjóra hafi handtekið manninn á vettvangi. Aðgerðum er nú lokið.

Rætt verður við manninn sem var handtekinn á morgun en embætti lögreglunnar á Vesturlandi fer með rannsókn málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×