Sport

Íslandsmeistarnir byrjuðu á sigri í Garðabæ

Andri Már Eggertsson skrifar
Elmar Erlingsson skoraði 10 mörk í kvöld
Elmar Erlingsson skoraði 10 mörk í kvöld Vísir/Anton Brink

Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik 1. umferðar Olís deildar karla í kvöld. Eftir að hafa verið í vandræðum í fyrri hálfleik var allt annað að sjá ÍBV í síðari hálfleik sem skilaði sannfærandi sigri.

Íslandsmeistararnir byrjuðu betur og gerðu fyrstu tvö mörkin í Garðabænum. Stjarnan var ekki langt á eftir og jafnaði þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum.

Stjarnan datt síðan í gang og Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, þurfti að taka leikhlé í stöðunni 8-5. Leikhléið hafði lítil áhrif og heimamenn komust sex mörkum yfir 12-6.

Þegar að líða tók á fyrri hálfleik vöknuðu Eyjamenn til lífsins og voru aðeins einu marki undir í hálfleik 14-13.

Íslandsmeistararnir byrjuðu seinni hálfleik betur og tóku forystuna. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var ÍBV þremur mörkum yfir 20-23.

ÍBV vann að lokum níu marka sigur 24-33. Elmar Erlingsson fór á kostum og skoraði tíu mörk úr ellefu skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×