Innlent

Við­búnaður lög­reglu aukinn og búnaður borinn um borð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Elissa Bijou í tunnunni í mastri hvalveiðskips Hvals í gær.
Elissa Bijou í tunnunni í mastri hvalveiðskips Hvals í gær. Vísir/vilhelm

Aðgerðasinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru enn uppi í möstrum hvalveiðiskipanna. Nokkrir stuðningsmenn þeirra eru einnig á vettvangi.

Þá er lögregla á staðnum og hefur verið í alla nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu virðist einnig sem nokkrir úr áhöfn skipanna séu um borð.

Anahita og Elissa hafa nú verið uppi í möstrunum í rúman sólahring. 

Sumir stuðningsmanna Anahitu og Elissu dvöldu við höfnina í alla nótt.Vísir/Arnar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Micah Garen, sem er vinur og samstarfsmaður Anahitu, segir hana hvorki hafa fengið vatn né mat frá því að lögregla tók af henni vistirnar í gærmorgun.

Lögregla var með vakt á staðnum í alla nótt.Vísir/Arnar

Hann hafi reynt að hringja í 112 til að fá aðstoð fyrir hana en sé vísað á lögreglu. Þannig virðist sem lögregla stjórni því algjörlega hvort Anahita fær vott eða þurrt. Stuðningsmenn Anahitu og Elissu báðu lögreglu um að koma vatni til Anahitu í gær en ekki var orðið við því.

Stuðningsmenn Anahitu og Elissu.Vísir/Arnar

Uppfært kl. 9.05:

Lögreglumenn hafa sést bera töskur um borð í skipin. Þá hafa stuðningsmenn Anahitu og Elissu hafið raust sína og syngja nú What a Wonderful World.

Fréttastofa fullyrti fyrr í morgun að sérsveitin væri mætt á vettvang en svo er ekki samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Við biðjumst afsökunar á þessum misskilningi.

Viðbúnaður lögreglu hefur aukist frá því í morgun.Vísir/Arnar
Einhver búnaður lögreglu er kominn um borð.Vísir/Arnar


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×