Innlent

Hópslagsmál í Garðabæ

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Málið var leyst á staðnum, að sögn lögreglu.
Málið var leyst á staðnum, að sögn lögreglu. vísir/vilhelm

Tilkynnt var um hópslagsmál í dag í Garðabæ. Var málið leyst á staðnum af lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem farið er yfir verkefni dagsins hjá lögreglu. 

Í Reykjavík var tilkynnt um ýmis hegningarlagabrot. Tilkynnt var um innbrot í geymslur og bifreið í Hlíðahverfi. Þá var tilkynnt um sofandi mann í miðbænum sem var vakinn af lögreglu sem og mann sem er sagður hafa hrellt starfsmenn í verslun í miðbænum. 

Í Hafnarfirði og Garðabæ var auk hópslagsmála tilkynnt um umferðarslys í Garðabæ þar sem ökumaður reyndist ölvaður.

Í Breiðholti var tilkynnt um mann sem reyndi að komast inn í bifreiðar. Í Árbænum var tilkynnt um þjófnað og innbrot í atvinnuhúsnæði.

Ekki náðist í lögreglu þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×