Innlent

Raf­magn komið aftur á Selfossi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Töluverður fjöldi heimila á Selfossi er án rafmagns.
Töluverður fjöldi heimila á Selfossi er án rafmagns. Vísir

Raf­magns­laust var víða á Sel­fossi í kvöld. Í­búar Sel­foss­bæjar hafa rætt raf­magns­leysið sín á milli á sam­fé­lags­miðlum en rafmagn komst aftur á um hálf eitt leytið í nótt.

Samkvæmt upplýsingum sem Vísir fékk frá HS Veitum fyrr í kvöld var ekki ljóst hvers vegna varð rafmagnslaust í bænum. 

HS Veitur og RA­RIK sjá um dreifingu á raf­magni í bænum. Svo virðist vera af um­ræðum á í­búa­hópi Sel­foss á Face­book að raf­magns­leysið hafi verið víða.

Starfsmenn HS veitna höfðu áður beðið íbúa á Selfossi um að sýna þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×