Fótbolti

Allt sem þú þarft að vita um dráttinn í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á síðasta tímabili.
Manchester City vann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á síðasta tímabili. EPA-EFE/TOLGA BOZOGLU

Mikið verður um dýrðir í Mónakó síðdegis þegar dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu.

Drátturinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Þetta verður í síðasta sinn sem riðlakeppnin verður með núverandi fyrirkomulagi; með átta fjögurra liða riðlum þar sem tvö efstu liðin komast í sextán liða úrslit. Frá og með næsta tímabili verða 36 lið í Meistaradeildinni, öll í sömu deild þar sem þau spila átta leiki hvert. Efstu átta liðin komast beint í sextán liða úrslit en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil um hin átta lausu sætin.

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefst 19. september og lýkur 13. desember. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í London 1. júní 2024. Manchester City á titil að verja en liðið vann Inter, 1-0, í úrslitaleiknum í vor.

Fimm spænsk lið verða í pottinum þegar dregið verður á eftir, fjögur frá Englandi, Ítalíu og Þýskalandi. Eitt Íslendingalið er í pottinum, FC Kaupmannahöfn sem Orri Steinn Óskarsson leikur með.

Liðunum 32 er raðað niður í fjóra styrkleikaflokka. Þá má sjá hér fyrir neðan.

1. styrkleikaflokkur

  • Manchester City, Sevilla, Barcelona, Napoli, Bayern Munich, Paris Saint-Germain, Benfica, Feyenoord

2. styrkleikaflokkur

  • Real Madrid, Manchester United, Inter, Borussia Dortmund, Atletico Madrid, RB Leipzig, Porto, Arsenal

3. styrkleikaflokkur

  • Shakhtar Donetsk, Salzburg, AC Milan, Braga, PSV Eindhoven, Lazio, Rauða stjarnan, FC Kaupmannahöfn

4. styrkleikaflokkir

  • Young Boys, Real Sociedad, Galatasaray, Celtic, Newcastle United, Union Berlin, Royal Antwerp, Lens



Fleiri fréttir

Sjá meira


×