Handbolti

Veðrið setur strik í reikninginn og Meistarakeppni HSÍ verður flýtt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti bikarmeisturum Aftureldingar næstkomandi fimmtudag.
Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti bikarmeisturum Aftureldingar næstkomandi fimmtudag. Vísir/Vilhelm

Meistarakeppni HSÍ, þar sem Íslands- og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast í upphafi keppnistímabils, hefur verið flýtt vegna slæmrar veðurspár.

Haustið er handan við hornið og veðrið er strax farið að setja strik í reikninginn á komandi handboltatímabili. ÍBV er með lið í bæði karla- og kvennaflokki, en slæm veðurspá gerir það að verkum að Meistarakeppni HSÍ fer ekki fram næstkomandi laugardag eins og til stóð.

Þess í stað munu Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti bikarmeisturum Aftureldingar í karlaflokki næstkomandi fimmtudag klukkan 17:00 í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og á föstudaginn munu bikarmeistarar ÍBV sækja Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×