Fótbolti

Real Madrid og Barcelona gæti verið hent úr Meistara­deildinni vegna Ru­bi­a­les-hneykslisins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Rubiales gerði allt vitlaust eftir úrslitaleik HM kvenna í fótbolta.
Luis Rubiales gerði allt vitlaust eftir úrslitaleik HM kvenna í fótbolta. getty/Marc Atkins

Hneyklismálið með Luis Rubiales hefur þegar haft mikil áhrif og þau gætu orðið enn meiri. 

FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, setti Rubiales af sem forseta spænska knattspyrnusambandsins og dæmdi hann í níutíu daga bann frá fótbolta vegna framkomu hans eftir úrslitaleik HM kvenna þar sem Spánn sigraði England, 1-0. Sem kunnugt er greip Rubiales í klofið á sér eftir að lokaflautið gall og kyssti svo leikmenn spænska liðsins, þar á meðal Jennifer Hermoso beint á munninn.

Rubiales hefur verið tregur til að biðjast afsökunar og þótt stuðningsmönnum hans fari fækkandi á hann enn hauka í horni og spænska knattspyrnusambandið stendur enn þétt við bakið á honum.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum hefur skrifað UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, bréf vegna afskipta spænskra stjórnvalda af máli Rubiales. Spænska sambandið telur afskiptin ólögleg.

Ef reglur hafa verið brotnað gæti öllum spænskum liðum verið sparkað út úr Evrópukeppnunum þremur. Það myndi þýða að hvorki Real Madrid né Barcelona myndu spila í Meistaradeild Evrópu.

Rubiales hefur verið forseti spænska knattspyrnusambandsins síðan 2018. Ólíklegt þykir að hann verði lengur í því starfi enda er FIFA búið að dæma hann í tímabundið bann eins og áður sagði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×