Innlent

Skemmdarverk unnin á hinseginfánanum: „Þetta er mjög leiðinlegt“

Árni Sæberg skrifar
Skilaboðin eru ekki falleg.
Skilaboðin eru ekki falleg. Óttarr Makuch

Útsýni íbúa við Skólavörðustíg í Reykjavík í morgun var ekki eins fagurt og það er venjulega. Skemmdarvargur hafði málað ófögur, en óskýr, skilaboð á fána hinsegin fólks, sem skreytir götuna.

Óttarr Makuch býr við Skólavörðustíg og leit út um gluggann í morgun. Þá blasti við hinum óskemmtileg sjón. Í skjóli nætur hafði einhver málað LGBT LOSER, að því er virðist en skilaboðin eru nokkuð óljós. 

Þýða mætti skilaboðin sem  „Hinsegin aumingi“.

Þá hefur töluverðu magni hvítrar málningar verið slett á fánann.

Málningin dreifðist langt upp og niður Laugarveginn.Óttarr Makuch

„Þetta er mjög leiðinlegt,“ segir Óttarr. Hann vonast til þess að nágranni hans á móti vakni fljótlega svo hann geti fengið að skoða upptökur úr öryggismyndavél sem vísa út á götuna.

Þá segir hann að erlendir ferðamenn á gangi á Skólavörðustíg séu margir hverjir forviða á athæfi skemmdarvargsins. 

Málningarrúllur á vettvangi.Óttarr Makuch

„Einhverjum hefur liðið illa og fundið hjá sér þörf til að skemma fallega regnbogann en sem betur fer eru litir regnbogans sterkari en skemmdarverkið. Vildi óska að viðkomandi fengi viðeigandi aðstoð,“ segir Óttarr í færslu í Facebookhópnum Hinseginspjallið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×