Fótbolti

Belling­ham sá til þess að Real er með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. David S.Bustamante/Getty Images

Jude Bellingham er við það að verða vinsælasti leikmaður Real Madríd en enski miðjumaðurinn virðist kunna einkar vel við sig á Spáni. Hann tryggði Real nauman útisigur á Celta Vigo í kvöld.

Gestirnir frá Madríd voru ekki upp á sitt besta í kvöld og voru heppnir þegar mark var dæmt af heimamönnum strax á 3. mínútu. Það var svo stundarfjórðung síðar sem Vinicíus Juníor þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Staðan var markalaus í hálfleik og Real í basli.

Á 68. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu, Rodrygo fór á punktinn en brenndi af og staðan enn markalaus. Það var svo á 81. mínútu sem Bellingham steig upp, hann skoraði þá af stuttu færi eftir að Joselu hafði skallað boltann á hann eftir hornspyrnu.

Fjórða mark Bellingham í aðeins þremur leikjum og Real Madríd því áfram á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×