Erlent

Þrjú ung­menni grunuð um sleða­hunda­drápin

Atli Ísleifsson skrifar
Qasigiannguit er að finna á vesturströnd Grænlands.
Qasigiannguit er að finna á vesturströnd Grænlands. Getty

Þrjú ungmenni, öll undir sakhæfisaldri, eru grunuð um að hafa drepið sleðahundana tíu sem fundust dauðir á eyju við grænlenska bæinn Qasigiannguit aðfararnótt mánudagsins.

Lögregla í Grænlandi greinir frá þessu eftir að hafa rætt við vitni við rannsókn á málinu. Málinu hefur verið komið áfram til félagsmálayfirvalda.

Í frétt Sermitsiaq.AG segir að ungmennin séu sömuleiðis grunuð um að hafa stolið smábáti úr höfninni í Qasigiannguit og rifflum sem talin eru að hafi verið notaðir við hundadrápin.

Smábátnum var skilað til hafnarinnar snemma á mánudagsmorgun, en um nóttina höfðu tíu sleðahundar verið drepnir á eyju suður af bænum. Hóf lögregla í kjölfarið rannsókn á málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×