Erlent

Fimm látnir eftir bíl­slys í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð síðdegis í gær.
Slysið varð síðdegis í gær. Getty

Fimm létust þegar vörubíll og fólksbíll rákust saman á vegi milli Falköping og Skara í Svíþjóð í gær. Fólksbíllinn varð alelda eftir áreksturinn en allir fimm sem létust voru í honum.

Sænskir fjölmiðlar segja bílana hafa ekið úr gagnstæðri átt á vegi 184 þegar slysið varð. Bílstjóri vörubílsins slapp með lítil meiðsl og var hann með meðvitund þegar sjúkralið bar að garði.

Tilkynning um bílslysið barst um klukkan 16:30 að staðartíma í gær. Veginum var þá lokað og var hann fyrst opnaður á ný í morgun.

Rannsókn á slysinu er hafin en að sögn lögreglu voru hinir látnu allt karlmenn á aldrinum tuttugu til 45 ára.

Skara er að finna um 130 kílómetra norðaustur af Gautaborg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×