Fótbolti

Belling­ham getur ekki hætt að skora og Real vann aftur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bellingham kann vel við sig á Spáni.
Bellingham kann vel við sig á Spáni. EPA-EFE/Carlos Barba

Real Madríd vann 3-1 útisigur á Almería eftir að lenda undir í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja.

Sergio Arribas kom heimamönnum í Almería yfir en svo má segja að heimamenn hafi hreinlega stimplað sig út. Bellingham jafnaði metin á 19. mínútu og var staðan jöfn 1-1 í hálfleik.

Toni Kroos hélt reyndar að hann hefði komið Real í 2-1 þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Markið dæmt af vegna brots og allt jafnt þegar liðin röltu til búningsklefa.

Þegar slétt klukkustund var liðin gaf Kroos hins vegar á Bellingham sem skoraði með þessum líka fína skalla og staðan orðin 2-1 Real í vil. Á 73. mínútu gerði svo Vinícius Júnior út um leikinn með góðu skoti eftir að hafa fengið sendingu frá Bellingham.

Lokatölur 3-1 og Bellingham byrjar svo sannarlega vel hjá Madríd en enski miðjumaðurinn er nú kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjum sínum fyrir félagið. Real er á toppi La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, með sex stig að loknum tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×