Sport

Dag­skráin í dag: Ní­tján beinar út­sendingar á boð­stólum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Topplið Víkings er í beinni.
Topplið Víkings er í beinni. Vísir/Hulda Margrét

Það er svo sannarlega nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á þessum sælusunnudegi. Alls er boðið upp á 19 beinar útsendingar.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.25 hefst upphitun Bestu markanna fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Klukkan 13.50 er komið að leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna.

Klukkan 16.05 er komið að leik ÍBV og Fylkis í Bestu deild karla. Klukkan 19.00 er svo stórleikur Vals og Víkings í Bestu deild karla á dagskrá. Að leik loknum – klukkan 21.25 - eru Bestu tilþrifin á dagskrá, þar verður farið yfir allt það sem gerðist í leikjum dagsins í Bestu deild karla.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 16.20 er leikur Roma og Salernitana í 1.umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á dagskrá. Þar á eftir er leikur Udinese og Juventus í sömu deild á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Keflavík þar sem heimakonur taka á móti Þrótti Reykjavik í Bestu deild kvenna. Klukkan 17.50 er komið að leik Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla.

Klukkan 20.05 eru Bestu mörkin á dagskrá, þar verður farið yfir allt sem gerðist í leikjum dagsins í Bestu deild kvenna.

Besta deildin

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Selfossi þar sem heimakonur taka á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna. Klukkan 16.50 er komið að leik Fram og KA í Bestu deild karla.

Besta deildin 2

Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti ÍBV. Klukkan 16.50 er komið að leik Tindastóls og Vals. Klukkan 19.05 er leikur HK og FH í Bestu deild karla á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 10.50 hefst útsending úr ensku B-deildinni í knattspyrnu þar sem Norwich City og Millwall mætast klukkan 11.00.

Klukkan 13.20 er komið að leik Union Berlín og Mainz 05 í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þar á eftir er leikur Eintracht Frankfurt og Darmstadt 98 á dagskrá.

Klukkan 19.00 er lokadagur US Amateur-mótsins í golfi á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×