Handbolti

Óli Stef hefur á­hyggjur af stöðu mála: „Vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak“

Aron Guðmundsson skrifar
ÓliStefOlísHSÍ
Samsett mynd

Ís­lenska hand­bolta­goð­sögnin Ólafur Stefáns­son hefur á­hyggjur af því hvernig mál standa varðandi sýningar­rétt á Olís deildum karla og kvenna í hand­bolta. Hann vill ekki að þessum málum „sé klúðrað með ein­hverju kæru­leysi“ en nú, þremur vikum fyrir upp­haf komandi tíma­bils er ekki víst hvar deildirnar munu “eiga heima.“

Ó­víst er, þegar að þetta er skrifað, hvert heimili efstu deildar karla og kvenna í hand­boltanum hér heima verður á næsta tíma­bili sem hefst eftir sléttar þrjár vikur.

Stöð 2 Sport hefur undan­farin tíma­bil gert deildinni skil með beinum út­sendingum frá leikjum sem og sér­stökum upp­gjörs­þáttum en samningar milli HSÍ og Stöðvar 2 fyrir komandi tíma­bil náðust ekki.

Valur - Stjarnan Olís deild kvenna play off sumar 2023

„Ég vona að HSÍ sé ekki að gera upp á bak en sam­bandið verður að svara fyrir það. Ég hef heyrt að þeir séu ekki búnir að semja við Stöð 2 Sport. Olís deildin var á frá­bæru skriði, með frá­bæra gæja og dömur innan­borðs. Það væri því mikil synd ef að það mál er eitt­hvað að klúðrast. Þá þarf ein­hver að sparka í ein­hvern og fá það í gang.“

Ég heyri að þetta brennur að­eins á þér.

„Ég bara vil ekki að það sé verið að klúðra ís­lenskum hand­bolta í ein­hverju kæru­leysi. Maður heyrir bara að menn séu í ein­hverju sumar­fríi og ekkert að gerast.

Olís deildin var bara orðin svo góð og fal­leg vara sem hafði þróast í nokkur ár. Þetta má endi­lega komast til skila svo ein­hver komi sér úr golf­ferðinni sinni eða hvað það nú er og fari að gera eitt­hvað í málunum svo það verði hægt að horfa á ís­lenskan hand­bolta og það ekki bara í ein­hverju lé­legu streymi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×