Íslenski boltinn

Emil búinn að missa þrennuna aftur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Atlason gat ekki fagnað þrennunni lengi.
Emil Atlason gat ekki fagnað þrennunni lengi. Vísir/Diego

Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt þrennunni ekki lengi því staðfest leikskýrsla á heimasíðu KSÍ hefur nú verið uppfærð.

Emil fór á kostum í 4-0 sigri Stjörnunnar  á Fylki í Árbænum í gærkvöldi.

Emil skoraði tvö fyrstu mörk leiksins en svo kom að því þriðja sem hefði verið hans þriðja í leiknum og það tíunda í Bestu deildinni í sumar.

Emil skallaði þá fyrirgjöf í slána og í markvörð Fylkis. Flestir fjölmiðlar skráðu markið sem sjálfsmark en leikskýrsla KSÍ var ekki á sama máli.

Þriðja marki Emils hefur nú verið breytt í sjálfsmark hjá Ólafi Kristófer Helgasyni markverði Fylkis.

Erlendur Eiríksson og dómarateymi hans skráði markið fyrst á Emil en nú hefur því verið breytt.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og Stjörnunnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×