Fótbolti

Þrjú rauð í fyrsta leik Barcelona

Valur Páll Eiríksson skrifar
Raphinha var vikið af velli og Jaime Mata einnig.
Raphinha var vikið af velli og Jaime Mata einnig. Getty

Barcelona hóf titilvörn sína á Spáni með svekkjandi markalausu jafntefli við Getafe á útivelli. Leikmaður liðsins og þjálfari fengu að líta rautt spjald.

Barcelona var með yfirburði úti á velli og var 75 prósent með boltann í leiknum en gekk illa að skapa teljandi færi og tókst ekki að skora, frekar en Getafe í leiknum.

Það hjálpaði eflaust ekki til að Raphinha fékk að líta beint rautt spjald skömmu fyrir leikhlé en Jaime Mata leikmaður Getafe fékk svo rautt snemma í síðari hálfleik og svo liðin léku tíu gegn tíu það sem eftir lifði leiks.

Barcelona var hins vegar án þjálfara síns Xavi Hernández síðustu tuttugu mínúturnar þar sem hann fékk einnig að líta rautt spjald á 70. mínútu.

Niðurstaðan svekkjandi fyrir gestina og þeir vonast eflaust eftir betri frammistöðu gegn Cadiz á Ólympíuleikvanginum í Barcelona næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×