Innlent

Al­var­lega slasaður eftir bíl­veltu á Ólafs­fjarðar­vegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þann slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þann slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Einn slasaðist alvarlega í bílveltu á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um klukkan hálf eitt í nótt. 

Tilkynnt var um umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um kl. 00:30. Einn aðili, sem talinn er alvarlega slasaður, var í bifreið sem valt út fyrir veg. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Lögreglan rannsakar málið var við störf á vettvangi inn í nóttina.

Mikil umferð var um Ólafsfjarðarveg frá Dalvík vegna Fiskidagsins mikla og tafir urðu á umferð. Fljótlega var hægt að hleypa umferð á til suðurs en lokað var lengur til norðurs, að því er segir í tilkynningu.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var löng bílaröð frá Dalvík til Akureyrar eftir skemmtun kvöldsins. Þá voru aðstæður erfiðar til aksturs, miðað við árstíma, því hiti var bara rétt yfir frostmarki og þokubakkar lágu yfir veginum. 

Vegfarandi tjáði fréttastofu að þrír lögreglubílar og sjúkrabíll hefðu verið á vettvangi ásamt þyrlunni. Honum hefði virst sem bíllinn hefði verið nánast gjöreyðilagður.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á 

ritstjorn@visir.is
. Fullum trúnaði er heitið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×