Fótbolti

Snýr baki við Bayern og ætlar til Real

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kepa er á leið til Madrídar.
Kepa er á leið til Madrídar. Getty Images

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni.

Kepa er dýrasti markvörður sögunnar en Chelsea greiddi uppeldisfélagi hans Athletic Bilbao 70 milljónir punda fyrir kauða árið 2018. Hann hefur ekki staðið undir væntingum hjá Chelsea og missti sæti sitt til Senegalans Edouard Mendy árið 2020 en endurheimti sæti hans á síðustu leiktíð.

Hann á hins vegar ekki framtíð á Stamford Bridge og mun landi hans Robert Sánchez verja mark Chelsea á komandi leiktíð eftir að félagið keypti hann frá Brighton í sumar.

Kepa hefur átt í viðræðum við Bayern Munchen í vikunni en eftir að Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, sleit krossband í vikunni stökk liðið til og búist ef við því að Kepa gangi frá skiptum til liðsins á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×