Fótbolti

Túfa og lærisveinar hans í Öster töpuðu dýrmætum stigum

Siggeir Ævarsson skrifar
Alex Þór nældi sér í gult spjald í dag
Alex Þór nældi sér í gult spjald í dag Twitter-síða Östers

Öster töpuðu dýrmætum stigum í toppbaráttunni í sænsku 1. deildinni í dag þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Gefle á heimavelli. Adam Bergmark Wiberg jafnaði fyrir Öster á 94. mínútu en Gefle tóku forystuna á ný á 96. mínútu.

Íslendingarnir í liði Öster, Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson, voru báðir í byrjunarliðinu en náðu ekki að setja mark sitt á leikinn. 

Úrslitin þýða að Öster detta niður í 4. sæti í Superettan með jafnmörg stig og GAIS en verri markatölu. Tvö efstu sæti gefa sjálfkrafa sæti í efstu deild, Allsvenskan, en þriðja sætið er umspilssæti. Bæði lið hafa leikið 18 leiki en alls eru leiknar 30 umferðir í deildinni.

Öster sköpuðu sér aragrúa færa í leiknum í dag og reyndu alls 23 skot á markið en aðeins fjögur þeirra rötuðu á markið. Gefle voru mun skilvirkari í sínum sóknaraðgerðum, og skoruðu tvö mörk úr fjórum skotum á markið í fimm marktilraunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×