Erlent

Vatns­elgurinn heldur á­fram að aukast og frekari rýmingar mögu­legar

Kjartan Kjartansson skrifar
Hjólhýsabyggð á floti í suðvestanverðum Noregi. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að huga ekki að sumardvalarstöðum sínum á hamfarasvæðunum strax.
Hjólhýsabyggð á floti í suðvestanverðum Noregi. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að huga ekki að sumardvalarstöðum sínum á hamfarasvæðunum strax. AP/Ole Berg-Rusten/NTB

Norsk yfirvöld íhuga nú að rýma fleiri svæði í suðvestanverðu landinu vegna vatnselgsins þar eftir rigningar undanfarinna daga. Ár sem eru þegar barmafullar halda áfram að vaxa þrátt fyrir að úrkomulaust hafi verið í tvo daga.

Ástandið er einna verst í Hønefoss, um fjörutíu kílómetra norður af Osló, þar sem áin Begna flæðir yfir bakka sína. AP-fréttastofan segir að yfirvöld íhugi nú að rýma hús neðar við ána af ótta við aurskriður. Á fjórða þúsund manns hefur þegar verið gert að yfirgefa heimili sín á svæðinu.

„Við erum stöðugt að reyna að vera nokkrum skrefum á undan. Við erum tilbúin að ýta á enn stærri rauðan hnapp,“ segir Magnus Nilholm, neyðaraðgerðastjóri á Hønefoss-svæðinu.

Ekki er búist við því að sjatna taki í Begnu fyrr en á mánudag í fyrsta lagi.

Eignatjón í flóðunum fram að þessu hefur verið gróflega áætlað um milljarður norskra króna, jafnvirði hátt í þrettán milljarða íslenskra króna. Stífla við vatnsaflsvirkjun í ánni Glommu, þeirri vatnsmestu í Noregi, brast á miðvikudag.


Tengdar fréttir

Reyna að bjarga verð­mætum áður en vatn flæðir yfir

Íslendingur í Brumunddal í Noregi á von á miklu tjóni vegna flóða næstu daga. Versta veðrið gekk yfir nokkru frá þeim en nú rennur vatn niður úr fjöllum og yfir bæinn. 200 milljóna skemmtigarður fer að öllum líkindum undir vatn seinni part í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×