Fótbolti

Andri Fannar genginn til liðs við Elfsborg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Andri Fannar Baldursson er genginn til liðs við Elfsborg.
Andri Fannar Baldursson er genginn til liðs við Elfsborg. Elfsborg

Knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Baldursson er genginn í raðir sænska liðsins Elfsborg. Andri kemur til liðsins á láni frá Bologna á Ítalíu.

Andri Fannar skrifar undir eins árs lánssamning við Elfsborg og verður hann þriðji Íslendingurinn í liðinu. Markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen leika einnig fyrir liðið.

Elfsborg er þriðja liðið sem Bologna lánar Andra Fannar til, en hann hefur verið á mála hjá liðinu frá árinu 2020 og leikið 15 leiki í ítölsku úrvalsdeildinni. Áður hefur hann verið lánaður til FCK og NEC Nijmegen, en tækifærin hafa verið af skornum skammti.

Elfsborg situr í toppsæti sænsku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Malmö sem situr í öðru sæti eftir 18 umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×