Fótbolti

Ísak Bergmann staðfestur hjá Fortuna Düsseldorf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson sést hér með þeim Klaus Allofs og Christian Weber eftir undirritun samningsins.
Ísak Bergmann Jóhannesson sést hér með þeim Klaus Allofs og Christian Weber eftir undirritun samningsins. f95.de

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er kominn til þýska b-deildarfélagsins Fortuna Düsseldorf en félagið staðfestir þetta á miðlum sínum.

Ísak Bergmann kemur til félagsins á eins árs lánssamningi frá danska meisturum í FC Kaupmannahöfn.

Ísak Bergmann hafði látið í ljós óánægju sína með spilatíma hjá danska liðinu eftir síðasta tímabil og þegar það breyttist ekki á þessu tímabili þá leitaði hann á nýjar slóðir.

Ísak Bergmann hefur þegar fengið afhent treyjunúmerið átta hjá Fortuna Düsseldorf.

„Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Fortuna og vera Íslendingur að spila með Düsseldorf þar sem frábær leikmaður eins og Atli Eðvaldsson spilaði á árum áður. Fortuna sýndi mér mikinn áhuga. Ég tek að þetta sé rétta skrefið til að taka á mínum ferli og ég get ekki beðið eftir því að byrja,“ sagði Ísak Bergmann í stuttu viðtali á heimasíðu Fortuna Düsseldorf.

Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev spiluðu báðir með Fortuna Düsseldorf á níunda áratugnum. Báðir frá 1981 til 1985. Atli skoraði 21 mark í 34 leik með Fortuna tímabilið 1982-83 þar á meðal varð hann fyrsti erlendi leikmaðurinn til að skora fimm mörk í einum og sama leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×