Erlent

2.300 skref hjálpa, 4.000 skref enn meira og 20.000 skref mest

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hvert skref telur.
Hvert skref telur. Getty/Universal/UCG/Planet One

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að með því að ganga 4.000 skref á dag má draga úr líkunum á því að deyja fyrir aldur fram. Áður var talið að 10.000 væri töfratalan en samkvæmt rannsókninni má sjá ávinning af aðeins 2.300 skrefum.

Teymi við Johns Hopkins University School of Medicine í Bandaríkjunum og Medical University of Lodz í Póllandi rýndi heilsufarsgögn 226 þúsund einstaklinga víðsvegar um heim til að kanna ávinninginn af hreyfingu.

Niðurstaðan var sú að 2.300 skref á dag virðast hafa góð áhrif á hjartað og æðakerfi líkaman og 4.000 skref draga úr líkunum úr því að deyja fyrir aldur fram, af hvaða ástæðu sem er.

Rannsakendurnir segja að jafnvel þótt hægt sé að sjá ávinning af færri en hinum margumtöluðu 10.000 skrefum, aukist hann með auknum fjölda skrefa.

Þannig minnka hver 1.000 skref umfram 4.000 líkurnar á því að deyja fyrir aldur fram um 15 prósent, upp að 20.000 skrefum.

Niðurstöðurnar eru sagðar eiga við um alla aldurshópa en ekki síst þá sem eru undir 60 ára.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að rekja megi 3,2 milljónir dauðsfalla á ári til hreyfingaleysis.

Umfjöllun BBC.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×