Fótbolti

Glódís á skotskónum fyrir Bayern

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Glódís Perla byrjar nýtt tímabil með látum.
Glódís Perla byrjar nýtt tímabil með látum. vísir/getty

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir reimaði á sig skotskóna fyrir FC Bayern í dag.

Hún skoraði þá bæði mörk Bayern í 2-1 sigri á Sparta Prag í æfingaleik. Glódís leikur í hjarta varnarinnar en minnti hraustlega á að hún getur vel skorað mörk líka.

Það er enn rúmur mánuður í tímabilið í Þýskalandi en undirbúningstímabilið fer frábærlega af stað hjá Glódísi.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk svo sjaldséð tækifæri í markinu hjá Bayern í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×