Innlent

Í­búar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúum var mikið brugðið í hverfinu.
Íbúum var mikið brugðið í hverfinu. Vísir

Í­búar í Valla­hverfi í Hafnar­firði voru hvekktir síð­degs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag.

Sprengingin er rædd á í­búa­hópi hverfisins á sam­fé­lags­miðlinum Face­book. Þar lýsa í­búar því að sprengingin hafi verið afar há­vær og heyrst vel um hverfið.

Þar segist einn íbúa hafa séð mikinn moldar strók upp við námur í átt að Krýsu­vík og lík­legt að þangað megi rekja sprenginguna.

Einn íbúa sem Vísir ræddi við sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Hann sagði að sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eld­gosa­tímum líkt og þessum þar sem Valla­hverfi hefði oft verið nefnt í sömu and­rá og mögu­leg gos á Reykja­nes­skaga.

Alla­jafna hafi í­búar verið látnir vita fyrir­fram af sprengingum við námurnar í Krýsu­vík, en ekki í þetta skiptið. Þó nokkur fjöldi lýsir því á í­búa­hópnum að hann hafi orðið var við sprenginguna.

Að sögn slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu barst engin til­kynning vegna sprengingarinnar þangað. Ekki hefur náðst í Rósu Guð­bjarts­dóttur, bæjar­stjóra Hafnar­fjarðar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×