Sport

Breiðablik heldur áfram að styrkja sig

Andri Már Eggertsson skrifar
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er mætt í Breiðablik
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er mætt í Breiðablik Facebook/Knattspyrnudeild Breiðabliks

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er komin í Breiðablik. Sólveig fékk samningi sínum rift hjá Örebro og skrifaði undir hjá Breiðabliki.

Í tilkynningu Breiðabliks kemur fram að Sólveig skrifar undir samning út árið 2024. Það eru mikil gleðitíðindi fyrir Breiðablik að fá Sólveigu í félagið en hún er uppalin hjá Breiðabliki.

 

Sólveig er uppalin Bliki en áður en hún fór til Örebro í Svíþjóð lék hún með Val og fór einnig á lán til Aftureldingar. Sólveig hefur spilað 76 leiki í efstu deild og á einnig að baki einn A-landsleik.

Það hefur farið mikið fyrir Breiðabliki á félagaskiptamarkaðinum. Breiðablik keypti markahæsta leikmann Keflavíkur, Linli Tu.

Eftir þrettán leiki er Breiðablik í öðru sæti Bestu-deildar kvenna með 27 stig, tveimur stigum á eftir Val sem er í efsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×