Lífið

Youtu­be-stjarna eldaði ör­bylgju­rétt á glóandi hrauninu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Fosh er ekki sá fyrsti sem freistar þess að elda sér máltíð á glóandi hrauni á Íslandi.
Fosh er ekki sá fyrsti sem freistar þess að elda sér máltíð á glóandi hrauni á Íslandi. Skjáskot/Youtube

Breska YouTube-stjarnan Max Fosh kom til landsins á dögunum í þeim tilgangi að sjá eldgosið við Litla-Hrút. Á meðan flestir hefðu látið sjónarspilið við hraunið nægja sér gerði Fosh sér lítið fyrir og eldaði sér örbylgjurétt á hrauninu. 

Í myndskeiðinu má sjá hinn 28 ára gamla Fosh klæða sig í öryggisgalla en athygli kann að vekja að hann setti ekki á sig öryggisgrímu, þrátt fyrir hve nálægt hrauninu hann stóð. 

Þegar að Fosh var kominn að hrauninu ásamt föruneyti sínu kom í ljós að hann hefði í engin ílát til þess að elda réttinn, sem var kjúklingaréttur með karrísósu. Úr varð að félagi hans skar upp gosdós og kom réttinum fyrir þar inni.

„Eftir nokkrar sekúndur var rétturinn tilbúinn,“ sagði YouTube stjarnan í myndskeiðinu. „Gjörsamlega ljúffengt,“ sagði hann eftir að hafa smakkað á réttinum. 

Myndbandið má sjá hér að neðan. Eldamennskan hefst á tíundu mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×