Innlent

Verkefnið farið fram úr björtustu vonum í Vestmannaeyjum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Anna Rós Hallgrímsdóttir er skólastjóri í Vestmannaeyjum.
Anna Rós Hallgrímsdóttir er skólastjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Einar

Tilraunaverkefnið Kveikjum neistann hefur nú verið í gangi í Vestmannaeyjum á þriðja ár og árangurinn farið fram úr björtustu vonum. Skólastjóri segir starfsmenn, foreldra og börn saman í liði og að þau sjái fram á að fylgja börnunum út alla þeirra skólagöngu.

Kveikjum neistann er lestrarverkefni sem snýst í grunninn um að hægja á og taka betur mið af einstaklingsþörfum barna. Samkvæmt nýjustu könnunum gátu 98 prósent barna í 1. bekk í Vestmannaeyjum, við lok skólaárs, lesið stór orð með bókstöfum og höfðu brotið lestrarkóðann. Markmiðið var að 80 prósent barna í bæjarfélaginu væru læs eftir 2. bekk og því markmiði var náð.

Anna Rós segir að bæði starfsmenn og börn hafi tekið vel í verkefnið. Það sama gildi um foreldra sem séu alveg með þeim í liði og sinni heimalestri og öðrum verkefnum vel. Hún telur að með verkefninu séu þau að grípa þau fyrr sem þurfa á meiri aðstoð að halda.

Auk þess er meira val fyrir börnin og telur hún að það hafi mikil áhrif á það hversu ánægð þau eru í skólanum.

Anna Rós að enga ástæðu til annars en að halda áfram með verkefnið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×