Fótbolti

Mané verður samherji Ronaldos hjá Al Nassr

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stoppið hjá Sadio Mané hjá Bayern Muenche var stutt.
Stoppið hjá Sadio Mané hjá Bayern Muenche var stutt. getty/Koji Watanabe

Sadio Mané er á leiðinni til sádi-arabíska félagsins Al Nassr sem Cristiano Ronaldo leikur með.

Fótboltavéfréttin Fabrizio Romano greinir frá því að samkomulag hafi náðst milli Al Nassr og Bayern München og Mané sé á leiðinni til Sádi-Arabíu.

Mané gekk í raðir Bayern frá Liverpool í fyrra en fyrsta og eina tímabil hans í München gekk ekki eins og í sögu.

Mané fór reyndar ágætlega af stað með Bayern en náði sér ekki á strik eftir meiðslin sem héldu honum frá keppni á HM. Þá var hann settur í bann af Bayern fyrir að kýla samherja sinn, Leroy Sané, eftir leik gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu.

Al Nassr hefur heldur betur verið aðsópsmikið á félagaskiptamarkaðnum að undanförnu. Um áramótin fékk liðið sjálfan Ronaldo og síðan hafa Alex Telles, Seko Fofana og Marcelo Brozovic bæst í hópinn. Mané verður svo væntanlega staðfestur sem nýr leikmaður Al Nassr áður en langt um líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×