Erlent

Rússar segjast hafa skotið niður dróna í Moskvu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eyðilegging í Moskvu eftir drónaárás þann 24. júlí síðastliðinn.
Eyðilegging í Moskvu eftir drónaárás þann 24. júlí síðastliðinn. Vísir/AP

Rúss­nesk stjórn­völd full­yrða að þau hafi skotið niður dróna í höfuð­borginni Moskvu í nótt. Þau segja drónann hafa verið úkraínskan en enginn særðist í á­rásinni.

Í um­fjöllun Guar­dian um málið kemur fram að rúss­neska varnar­mála­ráðu­neytið full­yrði að drónanum hafi verið ætlað að valda eyði­leggingu í borginni. Áður höfðu rúss­nesk stjórn­völd sakað Úkraínu­menn um á­rásir tveggja dróna í borginni síðast­liðinn mánu­dag.

Öðrum þeirra var flogið á skrif­stofu­byggingu í borginni en hinn hrapaði skammt frá höfuð­stöðvum rúss­neska varnar­mála­ráðu­neytisins. Áður hafa Rússar sagst hafa skotið niður allt að fimm dróna í Moskvu, meðal annars við al­þjóða­flug­völlinn Vnu­kovo.

Úkraínu­menn hafa ýmist þagað yfir á­sökunum Rússa um meintar dróna­á­rásir þeirra gegn höfuð­borginni eða borið á­sakanirnar af sér. Mikla at­hygli vakti þegar sprengju­dróni flaug á stjórnar­byggingar í Moskvu í maí en við það til­efni sögðust Úkraínu­menn ekki bera á­byrgð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×